Úrræði Barnaverndarstofu


Helstu stuðningsúrræði Barnaverndarstofu eru

 • Barnahús
  Þolendum kynferðisafbrota er vísað í Barnahús til greiningar og viðtala. Þegar við á er málum einnig vísað til lögreglu.
 • Sálfræðiþjónusta vegna óviðeigandi kynhegðunar barna Barnaverndarnefndir geta sótt um sérhæfða sálfræðiþjónustu til Barnaverndarstofu fyrir börn allt að 18 ára aldri sem sýna óviðeigandi kynhegðun eða misnota aðra kynferðislega.
 • Fjölkerfameðferð (MST)
  MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. Meðferðin felst fyrst og fremst í að auka færni foreldra til að takast á við vanda barna sinna. Hegðunarvandi barnanna birtist í afskiptum lögreglu, erfiðleikum í skóla, ofbeldi og vímuefnanotkun.

Velferðarráðuneytinu er skylt skv 79. gr. bvl. XIII. kafla að sjá um að tiltæk séu heimili og stofnanir á ábyrgð ríkisins til að:

- veita börnum móttöku í bráðatilvikum til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota eða alvarlegra hegðunarerfiðleika (sbr neyðarvistun Stuðla),
- greina vanda barna sem talin eru þurfa sérhæfða meðferð (meðferðardeild Stuðla),
- veita börnum sérhæfða meðferð vegna alvarlegra hegðunarerfiðleika, vímuefnaneyslu og meintra afbrota (meðferðardeild Stuðla og meðferðarheimili).
Barnaverndarstofa, í umboði ráðuneytisins annast uppbyggingu og rekstur slíkar heimila og stofnana.

 • Stuðlar skiptast í tvær deildir þ.e. meðferðardeild og lokaða deild (almennt kölluð neyðarvistun). Stuðlum er ætlað að þjóna börnum á aldrinum 12 – 18 ára. Á meðferðardeild fer fram greining á vanda barna og meðferð sem að jafnaði stendur yfir í 6 - 8 vikur. Einungis starfsfólk barnaverndarnefnda geta sótt um vistun fyrir börn á meðferðardeild. Á neyðarvistun geta starfsfólk barnaverndarnefnda eða lögregla í samráði við barnaverndina vistað börn á lokaðri deild. Ástæður vistunar geta verið óupplýst afbrot unglings, ofbeldi, vímuefnaneysla eða önnur stjórnlaus hegðun. Á neyðarvistun fer fram gæsla og mat á stöðu barns. Hámarkstími vistunar eru 14 dagar í senn fyrir mest 5 börn í einu. Hér er að finna umsóknareyðublöð um Stuðla
 • Meðferðarheimili Barnaverndarstofu eru tvö, staðsett á landsbyggðinni, Laugaland er í Eyjafjarðarsveit og Lækjarbakki er á Rangárvöllum. Um er að ræða rými fyrir samtals 12 börn á aldrinum 13 – 18 ára. Gerður er vistunarsamningur til sex mánaða og svo er metin þörf barns fyrir áframhaldandi meðferð. Ástæður vistunar eru hegðunarröskun, afbrotahegðun, ofbeldi og vímuefnaneysla. Einungis starfsfólk barnaverndar geta sótt um vistun fyrir börn á meðferðarheimilum og verða börnin að hafa áður fengið meðferð og greiningu á Stuðlum. Hér er að finna umsóknareyðublöð um meðferð

 • Fósturráðstöfun 
  Fóstur
  Um fóstur er ræða þegar barnaverndarnefnd felur fósturforeldrum umsjá barns. Ástæður þess geta hvort heldur verið erfiðleikar barns, að uppeldisaðstæðum þess sé áfátt, eða hvoru tveggja. Fóstur getur verið tímabundið, varanlegt eða styrkt fóstur.

  Tímabundið fóstur
  Barni er komi í tímabundið fóstur þegar ætla má að unnt verði að bæta úr því ástandi sem var tilefni fóstursins innan takmarkaðs tíma þannig að það geti snúið heim að nýju. Þannig eru markmið ráðstöfunarinnar ólík því sem við á um varanlegt fóstur. Reglugerð um fóstur segir til um að tímabundið fóstur geti staðið að einu ári en lengur í undantekningartilvikum.

  Varanlegt fóstur
  Um varanlegt fóstur er að ræða þegar barni er komið í fóstur þar til það verður sjálfráða. Barni skal komið í varanlegt fóstur þegar aðstæður þess kalla á að það alist upp hjá öðrum en foreldrum sínum. Markmiðið með slíkri ráðstöfun er að tryggja fósturbarni viðeigandi uppeldisaðstæður og gefa því tækifæri á að mynda varanleg tengsl við fósturforeldra. Í aðdraganda að varanlegu fóstri er mælt fyrir um reynslutíma sem nefnt er ,,reynslufóstur" í reglugerð um fóstur.
 • Styrkt fóstur
  Með styrktu fóstri er átt við sérstaka umönnun og þjálfun barns á fósturheimili í takmarkaðan tíma, að hámarki í tvö ár. Þessi ráðstöfun gerir ráð fyrir því að annað fósturforeldra sé í ,,fullu starfi" við að sinna því verkefni. Barni skal komið í styrkt fóstur þegar það stríðir við verulega hegðunarerfiðleika vegna geðrænna, tilfinningarlegra og annarra vandamál af því tagi og nauðsynlegt þykir að koma barninu í fóstur í stað þess að vista það á meðferðarheimili eða stofnun. Umgjörð styrkts fósturs skal gera fósturforeldrum kleift að vinna að því að mæta sérstökum þörfum barns. Tilgangur þess er að aðstoða barn við að ná tökum á vanda sínum og auka hæfni þess á sem flestum sviðum.

Til baka


Language